Dýralagið
Dýralagið er lag sem er er samið sérstaklega með þrennt í huga. Í fyrsta lagi eru það þau kyn sem eru ólík í íslensku og pólsku. Þar á meðan er api, fiskur og páfagaukur en þau eru öll í kvenkyni í pólsku, en taka karlkyn í íslensku.
Í öðru lagi er viðlagið eða millistúfurinn saminn sérstaklega þannig að þeim málhljóðum sem pólsk börn eiga í vandræðum með voru valinn í þann hluta. Það eru sérstaklega hljóðin [ð] og [þ. Eins og fram hefur komið geta pólsk börn átt erfitt með framburð á t.d. [ð], [þ], , [ɛ], [ɣ] hljóðum. Í flestum tilvikum rugla þau saman ákveðnum íslenskum sérhljóðum við álíka pólska sérhljóða. Það er þó ekki einungis einstök hljóð sem geta reynst erfið heldur er það framburður almennt sem getur vefst fyrir þeim
Í þriðja lagi hefur tónlist eiginleika sem geta ýtt undir tungumálanám á annan hátt en hefðbundin málörvun (Winters og Griffin, 2014, bls 78-80) en lagið er samið fyrir yngri börn og þá sérstaklega hugað að auðveldri, grípandi laglínu og millistúf sem grípur börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í máltöku. Söngur og tónlist er ekki einungis félagsleg athöfn sem færir fólk saman og veitir gleði. Þegar söngur er notaður til að auðga orðaforða er verið að nýta fleiri heilstöðvar sem og eykur hún oxytocin framleiðslu líkamans. Það má ætla að þegar okkur líður vel þá erum við móttækilegri fyrir kennslu og því ætti tónlist að henta vel sem kennsluefni. Þegar eiginleikum tónlistar er svo blandað saman við talmál kemur fram önnur og ólík nálgun á tungumálinu. Slík nálgun getur verið heppileg fyrir þau börn sem eiga í erfiðleikum með máltöku líkt og ísl2 börn. Eiginleikar tónlistar geta stutt börn við að festa orð betur í langtímaminni og þau fá bæði dýpri og breiðari skilning á orðum. Þegar börn hafa betri forsendur til að skilja það sem fyrir þau er lagt eykst einnig athygli þeirra og úthald og því líklegra að orðaforðinn festist í sessi (Cooper, 2010, bls 24).
Hér er hægt að nálgast texta lagsins ásamt gítargripum á PDF formi. Textinn er myndskreyttur til að ýta undir texta lagsins.