https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV Slá í takt | Krakkakunst
top of page
People Playing Drums

Slá í takt. 

Að slá í takt getur verið mjög gagnlegt. 

Hér að neðan eru lög sem henta vel til þess að tromma með. 

Drums

01

In the mood - Glenn Miller

Lagið er Jazz lag sem varð uppáhalds trommulag þegar við vorum að vinna með þá stefnu. 

Trommað er við það tvö slög í takt við trompetinn og byrjar sá taktur 0:21 í laginu. 

Lagið breyist svo um stefnu 0:52, en áfram trommum við tvö slög með trompetinum.

Trommað er með laginu fram að 1:13.

02

Rag Mop - Lionel Hampton

Þetta er yndislega skemmtilegt Jazz lag. Trommað er með þessu lagi þrjú slög og svo tvö slög.

Takturinn  byrjar strax (0:05) og því góð æfing að vera tilbúin frá byrjun. En við trommum með hljóðfærunum þegar þau svara sönginum.

0:35 breytist svo lagið. Þá byrjum við að tromma við þegar söngvarinn syngur Rag Mop. Gaman er einnig að syngja Rag Mop.  Taktæfingunni lýkur svo 0:50.

Drums on Sand
Traditional Indian Drums

03

Blue Danube - Johann Strauss

Þessi Vals er mjög frægt stykki. Tempóið er rólegt. 

Við trommum við slögin sem koma þegar strenginir svara. Þá trommum við einn, tveir, þrír fjór. 

Takturinn byrjar á 0:04. 

Á 0:33 mega svo börnin spila frjálst, en passa sig að spila lágt (piano). 

Drum Sticks

03

Cuckoo Ritim - Burak Onurlu

Þetta lag er frábært til að leika sér að. Takturinn er endurtekinn allt lagið með litlum hléum. 

Ég nota taktinn ta, ta, tití ta.

Hægt að láta þau slá ta, ta hátt og seinni hluta lágt og skipta svo um. 

Það er einnig hægt að nota þetta lag til að klappa, stappa og nota aðra líkamshluta. 

bottom of page