Kolbeinn
Lagið fjallar um misjafnar fjölskyldugerðir.
Viðlagið er endurtekið milli erinda.
Í viðlaginu er ný sögupersónu kynnt hverju sinni. Hún kynnir sig og hvernig húsið hennar á litinn. Hann segir svo að hann búi ekki einn því með honum búi Kolbeinn, sem hann mun segja betur frá.
Erindin byrja svo á því að útskýra hver Kolbeinn sé og hvernig hann tengist söguhetjunni.
Kolbeinn er fyrst afi sögupersónunnar, því næst hundurinn hans, næst er hann bróðir hans og að lokum gullfiskurinn hans.
Kolbeinn
Kennslufræðilegar pælingar
Kolbeinn er lag sem er í fyrsta lagi samið sérstaklega með völdum orðum úr orðtíðniorðabókinni Tíðni orða í tali barna (Jóhanna Thelma Einarsdóttir og fleiri, 2019) og í öðru lagi sem kennsluefni um ólík fjölskyldumynstur. Lagið er samið sem fjórar litlar sögur um börn sem eiga ólíkar fjölskyldur. Allar eiga fjölskyldurnar þó sameiginlegt að það býr Kolbeinn heima hjá þeim sem hefur þó ólík hlutverk í fjölskyldunum.
Í fyrsta lagi voru orðin í laginu valin, eins og á við um öll lögin, með hliðsjón af Tíðni orða í tali barna. Hægt er að gera ráð fyrir að til þess að börn geti átt í jafningjasamskiptum þurfi þau að kunna algengustu orð í tali barna.
Í öðru lagi þegar lagið var samið var lögð áhersla á að vekja upp umræðu út frá ólíku fjölskyldumynstri og setja grunn fyrir vinnu út frá fjölskyldum barnanna, sem er algengt viðfangsefni inná leikskólum. Það eru auknar líkur á því að ísl2 börn hafi skilning á viðfangsefninu ef það er byrjað á að kynna fyrir þau námsefni sem er bæði sjónrænt og hefur fleiri eiginleika en orðræða kennara.
Rauða húsið
Bláa húsið
Hvíta húsið
Græna húsið
Hér er eru PDF skjöl með lag, texta og gítargripum og sjónræn uppsettning