https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV Ég á nafn | Krakkakunst
top of page

Ég á nafn

Ég á nafn er lag sem fjallar um réttindi barna út frá barnslegri sýn þeirra. Lagið er í fyrstu persónu þar sem barnið segir hvað það á og þarf.

Ég á nafn
kennslufræðilegar pælingar

Ég á nafn er lag sem hefur tvenns konar tilgang. Í fyrsta lagi er takturinn saminn með það í huga að ýta undir áherslu á fyrsta atkvæði í orðum, sungið er heldur hægt með einföldum texta sem gerir það að verkum að hægt er að ýkja framburð og áherslur á orð. Í öðru lagi er lagið samið með það í huga að vera námsefni fyrir Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna (Umboðsmaður barna, 2015).

Það getur reynst erfitt fyrir ísl2 börn að læra máláherslur tungumáls. Tónlist er góð til þess að gera þeim kleift að heyra fíngerð blæbrigði á tungumáli eins og raddtón, hrynjanda og tímasetningar. Ef þau ná ekki þessum atriðum þá ná þau ekki lýtalausum framburði á málinu. Tónlist hefur verið notuð við að ná réttum framburði og hefur skilað góðum árangri Alisaari og Heikkola, 2017; Graham og Welch,2008).

Lagið er samið með það í huga að nota margar sagnir. Samkvæmt Eddu Rún Knútsdóttur og félögum (2008) eiga pólsk börn í töluverðum vandræðum með íslenskar sagnir. Oft eru þær í röngum háttum, persónum, tölum og tíðum. Þrátt fyrir að sagnirnar í laginu séu nánast eingöngu í framsöguhætti er námsefnið hugsað sem umræðugrundvöllur þar sem kennari á að spyrja börnin út í innihald lagsins og þar með setja sagnirnar í aðra hætti. Með laginu fylgja spurningar sem hægt er að hafa til viðmiðunar þótt að kennari eigi ávallt að leyfa samtalinu að flæða. Þessar spurningar innihalda sagnirnar í öðrum háttum.

Það þarf að koma fram að öll lögin eru samin með auðveldan, aðgengilegan orðaforða en þó eru orð sem gætu verið áður óþekkt börnunum. Líkt og kom fram hér að ofan þá tekur orðaforði námsefnisins í heild mið af orðtíðniorðabókinni Tíðni orða í tali barna. Í þessu lagi gæti þurft að útskýra viðlagið fyrir börnunum sérstaklega. Hvað það þýðir að tjá sig? Það er með ráðum gert, því lagið er búið til með það í huga að fá sem líflegastar umræður um réttindi barna, en veita þeim á sama tíma sjónrænar útskýringar, beina kennslu og endurtekningar til þess að aðstoða þau við orðaforða lagsins.

Hér er hægt að nálgast PDF skjal sem inniheldur texta lagsins ásamt gítargripum.´ Einnig er hér fyrir neðan PDF skjal með myndum sem hægt er að nota til kennslu á laginu. Að lokum eru spurningar sem eru ætlaðar fyrir kennara þegar lagið er kynnt fyrir barnahóp. Spurningarnar eru til þess að mynda umræðugrundvöll og fá börnin til að átta sig á barnasáttmálanum.

bottom of page