https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV
top of page

Kolbeinn

Lagið fjallar um misjafnar fjölskyldugerðir. 

Viðlagið er endurtekið milli erinda.

Í viðlaginu er ný sögupersónu kynnt hverju sinni. Hún kynnir sig og hvernig húsið hennar á litinn. Hann segir svo að hann búi ekki einn því með honum búi Kolbeinn, sem hann mun segja betur frá. 

Erindin byrja svo á því að útskýra hver Kolbeinn sé og hvernig hann tengist söguhetjunni. 

Kolbeinn er fyrst afi sögupersónunnar, því næst hundurinn hans, næst er hann bróðir hans og að lokum gullfiskurinn hans.

Kennslufræðilegar pælingar

Kolbeinn er lag sem er í fyrsta lagi samið sérstaklega með orðaforða úr orðtíðniorðabókinni í huga og í öðru lagi sem kennsluefni um ólík fjölskyldumynstur. Lagið er samið sem fjórar litlar sögur um börn sem eiga ólíkar fjölskyldur. Öll eiga fjölskyldurnar þó sameiginlegt að það býr Kolbeinn heima hjá þeim. Kolbeinn hefur þó ólíkt hlutverk í öllum fjölskyldunum.

Fyrst ber að nefna að það er ljóst að ísl2 börn þurfa aðstoð við að ná góðum tökum á íslensku. Niðurstöður rannsókna í kafla eitt sýna að skólakerfið virðist eiga erfitt með að mæta þörfum þessara barna á árangursríkan hátt þegar kemur að tungumála og orðaforðakennslu. Það er mikilvægt að börn sem búa á Íslandi nái góðum tökum á íslensku til þess að eiga sem allra bestan möguleika á að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Rannsóknir eru samhljóma um að orðaforði barna virðist vera slakari en jafnaldra þeirra. Þar eiga leikskólarnir að geta stigið fastar til jarðar og aðstoðað börnin (sjá t.d. Kriselle Lou Suson, 2018, Hjördís Hafsteinsdóttir og fleiri, 2022, Elín Þöll Þórðardóttir, 2021). Orðtíðniorðabók sem byggir á tíðnirannsókn á tali ungra íslenskra barna getur veitt okkur innsýn inn í hvaða orð eru mikilvæg til þess að börnin geti átt í jafningjasamskiptum. Þau eru mikilvæg vegna þess að börnum er tamt að nota önnur orð og nota tungumálið á ólíkan hátt en fullorðnir einstaklingar. Börn setja ólíkar kröfur á jafningja sína en á fullorðna. Þau þurfa að bregðast við, svara og tjá sig um það sem þau vilja til þess einfaldlega að fá að vera með í leiknum og geta myndað þau vinatengsl sem þau vilja. Þetta gera börnin á einn eða annan hátt með einhverskonar tjáningu og læra á leiðinni þann orðaforða sem þau þarfnast til að eiga í þessum mikilvægu samskiptum. Því er hægt að áætla að þau orð sem eru algeng í orðaforða íslenska barna séu mikilvægur grunnur til að stuðla að góðum jafningjasamskiptum.

Í öðru lagi er hugsunin að hægt sé að nota til þess að koma á umræðu og verkefnavinnu um fjölskyldu barnanna með því að byrja á að setja lag upp sjónrænt, kenna þannig orðaforða og efla skilning barnanna á viðfangsefninu áður en hægt er að dýpka sig í viðfangsefninu. Þannig fá ísl2 börnin betra tækifæri til að ná að fylgjast með og skilja þegar á að fara að vinna dýpra með viðfangsefnið.

Hér að finna fjögur myndbönd, eitt fyrir hverja sögupersónu. 

Rauða húsið

Bláa húsið

Hvíta húsið

Græna húsið

Hér er hægt að nálgast tvö PDF skjöl.

Fyrsta skjalið inniheldur texta og gítargrip lagsins og seinna skjalið inniheldur myndir sem hægt er að nota í kennslustund til að stiðja við efnið. 

bottom of page