https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV
top of page

Dýralagið

Dýralagið er skemmtilegt lag um dýr. Hvert dýr fær eina ferskeytlu þar sem persónueinkennum dýranna er lýst. Millikaflinn eru bulluorð, ekki ósvipað úmbarassa.

Dýralagið
kennslufræðilegar pælingar

Dýralagið er lag sem er er samið sérstaklega með tvennt í huga. Í fyrsta lagi eru það kyn sem eru ólík í íslensku og pólsku. Þar á meðal er api, fiskur og páfagaukur en þau eru öll í kvenkyni í pólsku en í karlkyni á íslensku. Það eru mörg orð sem taka annað kyn í íslensku heldur en í pólsku. Því er mikilvægt að börnin heyri orðin þar sem kyn þeirra er notað. Einnig setur pólska eignarfornafn fyrir framan orðin, en í íslensku eru þau sett fyrir aftan.

Í flestum tilvikum rugla börnin saman ákveðnum íslenskum samhljóðum við álíka pólska samhljóða. Því er í öðru lagi viðlagið samið með þau málhljóð sem pólsk börn eiga erfitt með, og hér er unnið sérstaklega með íslensku hljóðin [ð] og [þ]. Eins og fram hefur komið geta pólsk börn átt erfitt með framburð á t.d. [ð], [þ],[ɛ], [ɪ]og [ɣ] hljóðum. Það er þó ekki einungis einstök hljóð sem geta reynst erfið heldur er það framburður almennt sem getur vafist fyrir þeim og hér er unnið með það.

Hér er hægt að nálgast texta lagsins ásamt gítargripum á PDF formi. Textinn er myndskreyttur til að ýta undir texta lagsins.

bottom of page