https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV
top of page

Hr rokk og fýlustrákurinn

Ég myndi segja að Hr. rokk og fýlustrákurinn sé mitt uppáhaldslag til að byrja með hóp í trommuleik. 

Þarna þjálfast hópurinn í því að stoppa og spila einungis þegar þau eru beðin um það. Áður en farið er að vinna dýpra með hljóðfæri er það mikilvægasta að læra að stoppa og bíða. Það er lítið hægt að vinna með hóp ef slíkt næst ekki, og því mæli ég með þessari mjögsvo einföldu æfingu til að þjálfa að stoppa og bíða. 

Lagið er mikið stuðlag þar sem Hr rokk hittir fýlustrákinn og þeir fara að ræða saman. 

Það sem trommuæfingin felst í er að bíða þangað til að Hr rokk tilkynnir að það sé kominn góður gestur, sem ætlar að taka trommusóló - eða gítarsóló. Þá og einungis þá er börnunum heimilt að spila eins og þeim lystir á trommurnar. Þegar sólóið er búið eiga þau að hætta að tromma. 

Í laginu eru tvö sóló og því fá börnin að spila tvisvar sinnum á trommurnar. 

Mín reynsla er að þetta lag er mikið uppáhalds trommulag. 

Hvað þjálfum við með æfingunni?

Allt sem við gerum innan leikskólans hefur ákveðin markmið. Þau eru ólík eftir viðfangsefnum. 

Í þessari æfingu er lögð sérleg áhersla á þrennt. 

Að stoppa.

Það er mjög mikilvægt að börnin læri að stoppa þegar þau eru að leika á hljóðfæri. Ég hef nýtt tækifærið og kennt þeim að setja hendur á höfuð þegar þau eiga ekki að spila, og kennt þeim að þegar ég set hendur á haus eiga þau að stoppa og gera slíkt hið sama. 

Sjálfsagi

Getur þú ýmundað þér að vera ungt barn með trommu fyrir framan þig og ekki spila 

á hana? 

Það er varla til meira freistandi aðstæður. Því er þessi æfing einstaklega góð æfing í sjálfsaga.

Hlustun.

Það þarf að bíða og hlusta á hvernær er komið að því að spila á trommurnar. Það þarfnast einbeitingu og hlustunar.

bottom of page