top of page
Náttúrubingó
Hér eru náttúruspjöld.
Náttúruspjöldin eru sett upp sem fræðsluspjöld. Það eru myndir og nöfn á algengum fugla-, skordýra-, plöntu- og trjátegundum.
Það er hægt að nýta þau á ýmsan máta. Sem dæmi er hægt að hengja uppá vegg til að skapa umræður og vangaveltur, það er hægt að taka með í ferðir. Þar er hægt að finna hluti og reyna að greina hvað var fundið, eða taka upp þegar stoppað er með það markmið að skapa umræður.
Hér eru náttúrubingó
Náttúrubingó er leikur sem er hægt að taka með í ferðalagið, göngutúrin eða út í garð.
Það er í raun hægt að spila spilið á tvennan hátt.
Í fyrsta lagi - er hægt að taka spjald með út í náttúruna og reyna að finna það sem er á spjaldinu. Þegar hlutur sem er á spjaldinu er fundinn er sett ex í hólfið. Þegar er búið að finna allt á spjaldinu er komið bingó. Þetta bingó er ætlað til þess að æfa eftirtekt barna út í náttúrunni og þjálfa þau í að skynja og sjá hluti í umhverfi sínu.
Í öðru lagi er hægt að spila bingó-ið sem bingó inni, með því að kippa út viðeigandi kassa úr náttúruspjöldunum og þannig spila sem venjulegt bingó.
bottom of page