https://open.spotify.com/playlist/27DQcKLLnaicIayczyv6fj?si=6N4ygOOOQxWWeGFg-MbFDQ&pi=e-hSqq3UBZRRSV
top of page

Skeiðastjórnandi.

Þessi leikur er einfaldur, en afskaplega skemmtilegur.

Það sem þarf fyrir leikinn eru tvær skeiðar, en það er alveg hægt að nota liti, gaffla eða annað sem er við hendi og lítið box, stól, borð eða eitthvað sambærilegt til þess að afmarka svæði og til að öll börnin sjái. 

Leikurinn er spilaður þannig að einn er stjórnandi og hin standa fyrir framan stjórnandann. 

Stjórnandinn er svo með tvær skeiðar og lætur eins og hann sé að stjórna vinum sínum. Skeiðarnar eru fætur barnanna eða hendur ef lyft er hátt upp. 

Dæmi : 

Ef skeiðarnar hoppa, þá hoppa börnin.

Ef skeiðarnar fara í kross, þá fara fætur barnanna í kross.

Leikurinn er krefjandi fyrst, og því ágætt að hvert barn fái 20-30 sekundur til að vera stjórnandinn til að byrja með, þannig að allir fái að gera og úthald verði ekki búið. 

Góða skemmtun :) 

bottom of page